<$BlogRSDURL$>

febrúar 23, 2004

Þá er þorrablótshelgin liðin, fínt blót eina og alltaf á Iðavöllum. Laugardagurinn var tekinn frekar rólega enda vorum við að koma heim um fimmleytið á laugardagsmorguninn eftir mikinn dans og dágóða skemmtun. Ekki laust við eymsli í kálfum og ökklum eftir allan dansinn og bóndinn með strengi í hægri hendinni eftir að hafa sveiflað mörgum konum marga hringi í villtum dansi. Jón vinur minn Guðmundsson var búinn að beita allri sinni stærðfræðikunnáttu til að finna út eftir farandi staðhæfingu:

"Á þorrablóti, þar sem hljómsveitin spilar frá kl. 12-4, ná þeir sem eru á dansgólfinu 80 % af tímanum að dansa 3 km á klukkustund eða nálægt 12 km á heilu blóti.

Það er því engin furða þó menn séu svolítið eftir sig .....


This page is powered by Blogger. Isn't yours?