<$BlogRSDURL$>

febrúar 13, 2004

Föstudagurinn þrettándi - ég veit um einn sem tekur enga sénsa á svona dögum og liggur grafkyrr heima í rúmi allan daginn. Ég er búin að vera heima í dag, en ekki vegna dagsins, heldur skv. læknisráði.

Björninn minn var í eftirliti hjá lækni og fékk góða dóma, aðgerðin virðist hafa tekist vel. Vona að þolinmæðin sé með betra móti hjá honum - ekki gaman að vera í gifsi svona lengi.

Rétt í þessu heyrði ég svo viðtal við Ágúst "gamla" Ármann - einn elsta poppara Íslands, en hann ásamt BRJÁN (BlúsRokkJassÁNesi) verða með show á Broadway í kvöld. Þangað fjölmenna austfirðingar á öllum aldri og hitta mann og annan. Örugglega gaman hjá þeim. Við urðum að afþakka gott boð á þorrablót í Skriðdal - allt saman mér (aumingjanum) að kenna. Vona samt að ég verði ekki látin gjalda þess.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?