febrúar 15, 2004
Ég er ekki áskrifandi að nema tveim blöðum, annað er Austurglugginn, dapurlegur arftaki Austurlands og Austra, og svo blað sem 9 ára gamall vinur minn gefur út og kemur út þegar hann má vera að, sem er alltof sjaldan. Fyrsta tölublaðið af "MorgunMagnús", en svo heitir ritið, var reyndar bara gefið út í einu eintaki, handskrifað og myndir klipptar út og límdar inn. Það eintak á ég ekki. Öll hin á ég, mismikil að vöxtum, en eiga það sameiginlegt að innihalda fréttir sem vel mundu sóma sér á vefritum eins og Baggalút.
Í dag kom vinur minn og bankaði upp á til að segja mér að hann væri búinn að skrifa nýjan MorgunMagnús en sig vantaði blek í prentarann til að hægt væri að koma honum til áskrifandans (mín). Var um það samið að hann sendi mér eintakið í tölvupósti og prentaði það út sjálf.
Ég bíð spennt !!!
Í dag kom vinur minn og bankaði upp á til að segja mér að hann væri búinn að skrifa nýjan MorgunMagnús en sig vantaði blek í prentarann til að hægt væri að koma honum til áskrifandans (mín). Var um það samið að hann sendi mér eintakið í tölvupósti og prentaði það út sjálf.
Ég bíð spennt !!!