<$BlogRSDURL$>

febrúar 04, 2004

Jæja, komin til borgarinnar, Björninn í aðgerð þessa stundina og ég að drepa tímann.

Komst suður í gærkvöldi, eftir nokkur ævintýri. Fékk skilaboð - mæting 18:50 - og ég mætti. Tékkaði mig inn og beið róleg. Veðrið var snarvitlaust, svo það hefði ekkert komið á óvart að vélin hefði hætt við að lenda, en nei, þeir lentu með stæl. Þegar þeir reyndu að aka vélinni upp að flugstöðinni, snerist hún og þeir enduðu á að stoppa út á braut, farþegar og farangur keyrð út í vél, stysta rútuferð sem ég man eftir. Þar sátum við svo í 20 mín meðan verið var að afísa vélina. Flugið var fínt þegar við komumst í loftið, sem var ekki fyrr en rúmlega átta.

Ég svaf frekar lítið í nótt og er þess vegna að hugsa um að halla mér í tvo tíma núna - fer síðan upp á sjúkrahús seinnipartinn og tékka á piltinum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?