febrúar 03, 2004
Það snjóaði töluvert hérna á Héraðinu í gær. Aldrei þessu vant var meiri snjór inni í Fljótsdal og í Hallormsstaðaskógi en hérna útfrá. Ég fékk þau tíðindi rétt fyrir fimm að það þýddi víst ekkert fyrir konu á smábíl að reyna að fara uppeftir fyrr en búið væri að ryðja. En það reyndist vera bull. Ég er kona og ég á smábíl og ég var bara 15 mínútum lengur en venjulega á leiðinni. Ég fór svo auðvitað í vinnuna í morgun - á smábílnum og ennþá kona - og komst alla leið áfallalaust.
Ég er svo á leiðinni suður á eftir - vonandi að það sleppi til með flugið. Þeir eru búnir að vera að fljúga í morgun og engin ástæða til að ætla annað en að þeir haldi því áfram.
Björninn minn er kominn til Reykjavíkur, hann er farinn að hugsa eins og Eyjapeyji - tekur bara Herjólf - og sefur eins og steinn alla leiðina. Hann á að mæta í aðgerð snemma í fyrramálið. Vona bara að ég komist suður í dag.
Ég er svo á leiðinni suður á eftir - vonandi að það sleppi til með flugið. Þeir eru búnir að vera að fljúga í morgun og engin ástæða til að ætla annað en að þeir haldi því áfram.
Björninn minn er kominn til Reykjavíkur, hann er farinn að hugsa eins og Eyjapeyji - tekur bara Herjólf - og sefur eins og steinn alla leiðina. Hann á að mæta í aðgerð snemma í fyrramálið. Vona bara að ég komist suður í dag.