<$BlogRSDURL$>

febrúar 09, 2004

Það var dálítið erfitt að koma sér á fætur í morgun. Ég vaknaði reyndar um sjöleytið en skreið upp í aftur - engin ástæða til að fara af stað í vinnu fyrr en um hálfníu eins og venjulega. Veðrið ágætt, kalt, stillt og bjart. Svo steinsofnaði ég og langaði ekkert að vakna þegar klukkan hringdi.
Á leiðinni í vinnuna voru nokkrir skaflar sem búið var að stinga í gegnum, en varla nema ein og hálf breidd. Á leið í gegnum einn slíkan munaði engu að ég yrði keyrð í klessu ! Einhver djöfulsins vitleysingur á stórum jeppa þrusaði í gegn á fullri ferð á miðjum veginum. Ég skellti mínum litla hvíta bíl út í skaflinn við hliðina frekar en að fá ferlíkið á mig - slapp með skrekkinn, en þurfti að bakka út úr skaflinum í nokkrum atrennum. Verð að segja að ég er bara mjög ánægð með "dósina" mína - hún er ekki svo galin í ófærðinni.
En ökumaður jeppans - sá á ekki von á góðu ef ég kemst einhvern tíma að því hver hann er - og ég vona heitt og innilega að hann hafi ekki getað talað fyrir hiksta í allan morgun !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?