mars 01, 2004
1. mars 1989 - fyrir réttum fimmtán árum - var bjór lögleiddur á Íslandi eftir langa mæðu og miklar umræður. Ég var á þessum tíma búsett í Neskaupstað, bóndinn á sjó, ég bundin yfir börnum og erfitt um vik að taka þátt í þeirri alls herjar öldrykkju sem landinn lagði í þennan dag. Enda var bjórinn mér ekki svo mikið nýnæmi - bóndinn var á ísfisktogara sem sigldi reglulega til Englands eða Þýskalands og sjómenn máttu taka með sér bjór heim ! Það voru nefnilega sumir rétthærri gagnvart þessum lögum eins og löngum hefur viðgengist hér á landi.
Allir eru jafnir fyrir lögunum, en sumir eru jafnari en aðrir - svona rétt eins og í Animal Farm.
Á þessum tímamótum var Gleðikvennafélag Vallahrepps stofnað, svo mikið er á hreinu. Og við ætlum að halda upp á afmælið áður en langt um líður.
Í dag ákvað ég að selja litla hvíta bílinn minn, dósina, drusluna, púdduna eins og sumir hafa stundum misst út úr sér við hin ýmsu tækifæri. Merkilegt að í samhenginu: "Mamma, má ég fá x lánaðan ?" hefur x yfirleitt staðið fyrir "bílinn þinn" en ekkert af hinum ljótu uppnefnunum. Í stað hans kemur bíll sem ég hef enn ekki séð. Hann er nýrri, stærri og fullkomnari en ekki eins hvítur - hvenær formleg skipti verða framkvæmd skýrist vonandi á morgun.
Í dag fékk ég tölvupóst sem yljaði mér um hjartaræturnar. Efni bréfsins var að fá leyfi hjá mér til að birta ljóð, sem ég samdi fyrir allmörgum árum, í tímariti sem kemur út eftir 2-3 vikur. Ég gaf auðvitað leyfi fyrir birtingunni og svo kemur bara í ljós hvernig þetta kemur út.
Björninn minn hringdi í mig í dag, nýkominn úr röntgen og með nýtt gifs á handleggnum, sem hann þarf að hafa í 4 vikur. Þetta gifs hefur samt einn stóran kost: Það er með hjörum og hægt að taka það af sér af og til og smella á aftur. Hann tilkynnti mér að hann væri á leið í STURTU. Mikið skil ég hann vel !
Allir eru jafnir fyrir lögunum, en sumir eru jafnari en aðrir - svona rétt eins og í Animal Farm.
Á þessum tímamótum var Gleðikvennafélag Vallahrepps stofnað, svo mikið er á hreinu. Og við ætlum að halda upp á afmælið áður en langt um líður.
Í dag ákvað ég að selja litla hvíta bílinn minn, dósina, drusluna, púdduna eins og sumir hafa stundum misst út úr sér við hin ýmsu tækifæri. Merkilegt að í samhenginu: "Mamma, má ég fá x lánaðan ?" hefur x yfirleitt staðið fyrir "bílinn þinn" en ekkert af hinum ljótu uppnefnunum. Í stað hans kemur bíll sem ég hef enn ekki séð. Hann er nýrri, stærri og fullkomnari en ekki eins hvítur - hvenær formleg skipti verða framkvæmd skýrist vonandi á morgun.
Í dag fékk ég tölvupóst sem yljaði mér um hjartaræturnar. Efni bréfsins var að fá leyfi hjá mér til að birta ljóð, sem ég samdi fyrir allmörgum árum, í tímariti sem kemur út eftir 2-3 vikur. Ég gaf auðvitað leyfi fyrir birtingunni og svo kemur bara í ljós hvernig þetta kemur út.
Björninn minn hringdi í mig í dag, nýkominn úr röntgen og með nýtt gifs á handleggnum, sem hann þarf að hafa í 4 vikur. Þetta gifs hefur samt einn stóran kost: Það er með hjörum og hægt að taka það af sér af og til og smella á aftur. Hann tilkynnti mér að hann væri á leið í STURTU. Mikið skil ég hann vel !