<$BlogRSDURL$>

mars 14, 2004

Afmælisfagnaður GKV tókst með ágætum á föstudagskvöldið eins og lesa má hér. Ég gerði hins vegar þau afdrifaríku mistök að gleyma myndavélinni heima. Gulli, gestgjafinn á Egilsstöðum, var svo vinsamlegur að taka af hópnum nokkrar myndir og verða þær settar inn á heimasíðu félagsins um leið og þær berast mér.
Það er greinilega hugur í konum - byrjað að skipuleggja gönguferð sumarsins - meiningin að fara inn í Hjálpleysu þar sem Valtýr á grænni treyju bjó í Valtýshelli. Einnig var rætt um heimsókn til Reykjavíkurdeildarinnar, en engar ákvarðanir teknar þar um.

Helgin var að öðru leyti viðburðalítil. Bóndinn skilaði sér heim síðdegis í gær, en frumburðurinn kom heim í dag. Björninn minn hringdi í mig í dag, var ákaflega sleginn, sagðist vera að verða gráhærður. Ég hélt að þetta væri bara svona myndræn líking á sálarástandinu, þar sem hann er búinn að vera í gifsi síðan í janúar og á enn eftir 2 vikur, en nei, hann sagði að hárið á sér væri farið að grána, í alvöru !
Ég gat lítið gert annað en tína fram jákvæðu hliðaðrnar: en það er samt ekki eðlilegt að vera farinn að grána á þessum aldri, hann verður nítján ára á miðvikudaginn - þessi elska !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?