mars 17, 2004
Björninn minn á afmæli í dag - 19 ára. Hann fæddist á sunnudagskvöldi og tók ekki langan tíma að koma honum í heiminn. Ég dvaldi í foreldrahúsum á Norðfirði ásamt frumburðinum og bóndanum. Ég sat í stofunni og horfði á Stundina okkar með frumburðinum þegar fyrstu stingir gerðu vart við sig. Fór strax út á sjúkrahús og klukkan tæplega hálfellefu var hann fæddur.
Stór strákur, 20 merkur og 57 sentimetrar, dökkur á brún á brá - algjör hjartaknúsari strax þá. Hann var þrefalt þyngri en lítil stúlka sem hafði fæðst tveim dögum fyrr. Hún var tæpar 7 merkur.
Stór strákur, 20 merkur og 57 sentimetrar, dökkur á brún á brá - algjör hjartaknúsari strax þá. Hann var þrefalt þyngri en lítil stúlka sem hafði fæðst tveim dögum fyrr. Hún var tæpar 7 merkur.