<$BlogRSDURL$>

mars 25, 2004

Bóndinn er að kenna á námskeiði suður á landi - grisjun.
Ég var að líka að kenna á námskeiði í dag - hjá Fræðsluneti Austurlands. Og hvað - spyr kannski einhver - varstu að kenna ?
Grunnatriði skjalastjórnunar og notkun staðla og hugbúnaðar í því samhengi ... eða eitthvað í þá áttina. Ég veit - þetta hljómar ekki mjög spennandi en hvað með það. Ég var dálítið stressuð, hef aldrei kennt þetta áður. Gekk samt ágætlega - held ég. Á laugardaginn þarf ég svo að kenna á Publisher-námskeiði. Ég hef aldrei kennt það heldur, en hvahh - þetta reddast !

Skrítið - það er eins og maður lendi alltaf í þessari kennslu aftur og aftur. Ég held að það sé erfiðara að venja sig af kennslu en að venja sig af því að reykja. Ég reykti í skrrratti mörg ár, með hléum, reyndar. Var alltaf að hætta og springa á limminu eftir misjafnlega langan tíma. Ég er búin að vera að kenna í skrrratti mörg ár líka og þrátt fyrir að ég sé "hætt" að kenna, lendi ég í þessu aftur og aftur og aftur. Eru nokkuð til svona "teacher anonymus" ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?