mars 22, 2004
Þegar eldri sonur minn byrjaði í barnaskóla hér á Hallormsstað, sex ára pjakkur, var í bekknum líflegur, sprettharður, rauðhærður drengur. Þegar sonur minn kom svo aftur í skólann á Hallormsstað, eftir fjögurra ára búsetu fjölskyldunnar í Neskaupstað, var hópurinn mikið til óbreyttur og áðurnefndur drengur varð aftur bekkjarfélagi hans. Þessi bekkur, sem samanstóð af 9 krökkum, var sá fyrsti sem lauk samræmdu prófunum frá Hallormsstaðaskóla. Þetta var samheldinn og góður hópur, þó einstaklingarnir væru skemmtilega ólíkir.
Í dag eru þau dreifð vítt og breitt í vinnu eða námi, sum hér á Héraði, önnur í Reykjavík og enn önnur búsett erlendis.
Öll, nema rauðhærði strákurinn, hann Árni, sem við munum fylgja til grafar á miðvikudaginn.
Í dag eru þau dreifð vítt og breitt í vinnu eða námi, sum hér á Héraði, önnur í Reykjavík og enn önnur búsett erlendis.
Öll, nema rauðhærði strákurinn, hann Árni, sem við munum fylgja til grafar á miðvikudaginn.