mars 11, 2004
Ég nefndi það um daginn að ljóð eftir mig yrði birt í tímarit núna á næstunni. Áðan fékk ég svo tölvupóst þess efnis að það hefði verið sett út af borðinu í lokafrágangi vegna plássleysis. Þannig fór nú það. Ég birti það bara hérna í staðinn.
Vetur í skógi
Geng ég í skóginn á góðum degi.
Vetur er yfir, vötn eru frosin.
Kátur fossinn í klakaböndum.
För eftir dýr og fugla í snjónum.
Minkur smýgur meðfram læknum,
læðist um í leit að æti.
Rjúpnaslóð í rjóður liggur.
Mynstur líkt og menn hafi teiknað.
Listaverk gert af liprum fótum.
Nakið birkið í nepjunni stendur.
Gamlar eikur greinamiklar.
Leyndarmál geyma frá langri ævi.
Heiðgulir standa humlar á víði.
Segja mér að senn komi vorið.
Vaknar þá skógur af vetrardvala.
Vetur í skógi
Geng ég í skóginn á góðum degi.
Vetur er yfir, vötn eru frosin.
Kátur fossinn í klakaböndum.
För eftir dýr og fugla í snjónum.
Minkur smýgur meðfram læknum,
læðist um í leit að æti.
Rjúpnaslóð í rjóður liggur.
Mynstur líkt og menn hafi teiknað.
Listaverk gert af liprum fótum.
Nakið birkið í nepjunni stendur.
Gamlar eikur greinamiklar.
Leyndarmál geyma frá langri ævi.
Heiðgulir standa humlar á víði.
Segja mér að senn komi vorið.
Vaknar þá skógur af vetrardvala.