mars 11, 2004
Ég verð ein heima næstu þrjá dagana - björninn í Eyjum, bóndinn og frumburðurinn flugu suður í morgun. Nú er bara spurningin hvað ég á að nota dagana í. Badminton eftir vinnu að sjálfsögðu, verð að halda mér í æfingu. Mjallhvít var nærri búin að vinna mig síðast og það vil ég ekki að gerist. Þarf reyndar að byrja að undirbúa námskeið, best að byrja á því í kvöld. Það er svo gott að vera búin að lesa sér til tímanlega, hugsa og planleggja í smátíma og vaða svo í að skrifa.
Ég fer auðvitað út að borða með Gleðikvennafélaginu annað kvöld, en að öðru leyti er ekkert skipulagt.
Ég gæti samt hugsað mér góðan göngutúr í skóginum, kannski upp í fjall, ef vindinn lægir aðeins; sund, góðan sprett og liggja svo í nuddpottinum dágóða stund á eftir; elda mér eitthvað gott og borða það meðan ég horfi á hæfilega væmna bíómynd - glas af rauðvíni innan seilingar; og svona gæti ég haldið áfram. Það er nú samt þannig með mig að mér gengur frekar illa að standa við góð áform.
"Vegurinn til glötunar er varðaður góður áformum" - segir einhvers staðar.
Ég fer auðvitað út að borða með Gleðikvennafélaginu annað kvöld, en að öðru leyti er ekkert skipulagt.
Ég gæti samt hugsað mér góðan göngutúr í skóginum, kannski upp í fjall, ef vindinn lægir aðeins; sund, góðan sprett og liggja svo í nuddpottinum dágóða stund á eftir; elda mér eitthvað gott og borða það meðan ég horfi á hæfilega væmna bíómynd - glas af rauðvíni innan seilingar; og svona gæti ég haldið áfram. Það er nú samt þannig með mig að mér gengur frekar illa að standa við góð áform.
"Vegurinn til glötunar er varðaður góður áformum" - segir einhvers staðar.