<$BlogRSDURL$>

mars 26, 2004

Heimsfrægðin lætur ekki á sér standa. Ég er boðin í Bessastaði annað kvöld - ásamt bóndanum auðvitað. Tilefnið, ja kannski ekki rétt að ljóstra því upp alveg strax.
Það skal þó tekið fram að þessar tvær vísbendingar um væntanlega heimsfrægð eru á engan hátt tengdar.
Það er svo brjálað að gera í menningu og skemmtanalífi þessa helgi að það verður örugglega verkefni mánudags og þriðjudags að jafna sig eftir herlegheitin. Auk Bessastaðaboðsins er flutningur á Jóhannesarpassíunni í Egilsstaðakirkju á morgun og Elling verður sýndur á Eiðum annað kvöld og á sunnudaginn. Ofan á þetta bætist svo að ég þarf að kenna frá 9-3 á morgun.
Ég ætla í Bessastaði. Það gerist bara einu sinni að Ester verður fimmtug og stutt að fara í Fljótsdalinn.
Ég ætla að gera hvað ég get til að komast á passíutónleikana, er samt ekki ljóst enn hvort það gengur.
Og svo bíð ég spennt eftir þriðju vísbendingunni......... um heimsfrægð á Fróni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?