<$BlogRSDURL$>

mars 28, 2004

Helgin hefur verið alveg jafn annasöm og til stóð.
Kenndi á námskeiði í ME - í gær, fór beint þaðan á flugvöllinn og sótti bóndann. Við komum við hjá tengdamömmu og fengum okkur kaffi en fórum síðan á Jóhannesarpassíuna í Egilsstaðakirkju. Ég ætla ekkert að vera að tjá mig neitt um hana af því ég hef ekkert vit á tónlist. Veit bara að ég naut þes að hlusta og horfa.
Næst var keyrt heim og eftir stutt stopp haldið í Bessastaði í fimmtugsafmæli. Mikið teiti - matur og drykkur - söngur og kveðskapur - meira að segja landsfrægt skáld, kom og kláraði Campari húsbóndans og kastaði fram drápu í kveðjuskyni.
Ég náði ekki að festa hana í minni en í henni var talað um hjarta afmælisbarnsins, ungling sem teygði sig eftir norðurljósunum, roðfletti myrkrið og afhausaði eymdina !!
Hvað skyldi eiginlega hafa verið saman við þetta Campari ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?