mars 20, 2004
Systir mín, húkrunarneminn, og litla systir hringdu í morgun og boðuðu komu sína. Hjúkrunarneminn hafði nefnilega fengið það verkefni að setja upp lítinn fræðsluvef í Frontpage um eitthvert málefni á heilsugæslusviði. Það er ástæðan fyrir því að það var sett upp smá tölvuver í stofunni hjá mér, umræðurnar snerust um getnaðarvarnir, hvort hormónalykkjan ætti að flokkast sem lykkja eða hormónalyf, hvort hormónastafur væri útbreiddur o.s.frv. Efni vefsins var sem sagt: Getnaðarvarnir. Við hönnuðum og settum upp vef á mettíma. Hjúkrunarneminn verður svo að bæta við fræðsluefnið á síðunum - kjöti á beinin - á næstu dögum.
Dætur þeirra systra minna léku sér í gamla dótinu sem alltaf er til staðar frammi í geymslu, þær fóru út að leika sér og í langan göngutúr í skóginum ásamt bóndanum. Peningatréð var heimsótt og eitthvað fleira skoðað. Það er alltaf jafn mikið ævintýri að koma í heimsókn í skóginn og lítið gaman nema að komast í smá skógargöngu. Nafna mín tilkynnti mér að hún þyrfti að koma og gista einhvern tíma aftur. Hún var hjá mér í tvo daga sl. sumar og við skemmtum okkur konunglega.
Dætur þeirra systra minna léku sér í gamla dótinu sem alltaf er til staðar frammi í geymslu, þær fóru út að leika sér og í langan göngutúr í skóginum ásamt bóndanum. Peningatréð var heimsótt og eitthvað fleira skoðað. Það er alltaf jafn mikið ævintýri að koma í heimsókn í skóginn og lítið gaman nema að komast í smá skógargöngu. Nafna mín tilkynnti mér að hún þyrfti að koma og gista einhvern tíma aftur. Hún var hjá mér í tvo daga sl. sumar og við skemmtum okkur konunglega.