<$BlogRSDURL$>

apríl 07, 2004

Bóndinn á afmæli í dag. Lítið um veisluhöld þó, því hann er hálflasinn og frumburðurinn eyddi mestum hluta nætur í að skila til baka máltíðum gærdagsins, með tilheyrandi óhljóðum. Hann hefði átt að láta sveppina mína í friði (sbr. þetta).
Veðrið var frábært í dag og mig dauðlangaði að grilla. Ástand heimilismanna bauð bara ekki uppá neitt slíkt.
Grillmaturinn, rauðvínið og koníakið verða geymd til næsta góðviðris- og góðheilsudags.

Vonandi þurfum við ekki að bíða lengi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?