<$BlogRSDURL$>

apríl 12, 2004

Þetta páskafrí er búið að vera dálítið undarlegt. Fyrir utan Norðfjarðarferð okkar bjarnarins og bráðnauðsynlegar Egilsstaðaferðir hef ég ekki farið neitt, eða gert svo sem neitt af viti heldur. Matarstúss, sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að synir mínir eru heima við allan daginn, hefur verið það eina sem ég hef verið að dunda mér við.
Bóndinn er búinn að vera veikur alla páskana og í gær var ég orðin hálflasin líka. Dagurinn í dag hefur ekki verið neitt sérlega ánægjulegur, matarlystin í lágmarki - sbr. lítið snert páskaegg - nautasteikin hálfbragðlaus, að mér fannst, en karlmennirnir voru ánægðir með hana. Það þýðir bara að ég finn lítið bragð að því sem ég borða. Fékk mér smávegis rauðvín með matnum en fékk bara vondan höfuðverk af því.
Veit ekki hvort ég á nokkuð að vera að lýsa þessu ástandi meir. Það fer bara versnandi við það. Er að hugsa um að fara í rúmið og vorkenna sjálfri mér þar - og gera ekkert annað á meðan !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?