<$BlogRSDURL$>

apríl 06, 2004

Ég, bóndinn, synirnir báðir, tengdadóttirin tilvonandi og einn ágætur fjölskylduvinur erum þátttakendur í formúluleiknum á netinu. Sveitin okkar heitir Skógarpúkar og er eftir 3 umferðir í 194. sæti. Innan sveitarinnar er að koma fram skemmtilegt mynstur - við konurnar erum hæstar ! Ég er reyndar í sæti nr. 119 yfir heildina í leiknum. Ætli málið sé ekki bara að hafa sem minnst vit á þessu og halda ekki með neinu sérstöku liði.

Eitt dæmið enn um vanmátt íslenska réttarkerfisins gegn hættulegum afbrotamönnum er komið upp á yfirborðið. Skelfilegt mál, en verður þó vonandi til þess að löggjafinn hysjar upp um sig og ber í götin á meingölluðum lögum. "BíBí" ætlar að redda þessu.
Á sama tíma segist dómsmálaráðherra ekkert hafa brotið á neinum í sambandi við skipan dómara við hæstarétt - HANN viti betur en hæstiréttur, HANN viti betur en jafnréttisráð, HANN viti betur en allir !! Hafið þið vitað annan eins hrokagikk ! Verið viss, HANN þarf ekki að axla ábyrgð og segja af sér. Nei, dágóð summa úr sameiginlegum sjóðum okkar rennur til þess sem brotið var á - dómarinn sem fékk skipan í embætti, á þessum hæpnu forsendum, situr væntanlega áfram og "BíBí" smælar framan í heiminn og færir sig svo settlega í einhverja vel launaða stöðu í kerfinu innan tíðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?