apríl 01, 2004
Það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt á hverjum degi og ansi oft gerist líka eitthvað leiðinlegt.
Skemmtilega atvik dagsins hjá mér gerðist rétt áðan, þar sem ég var í leti heima hjá mér að lesa blað. Í mig hringdi maður sem hafði fengið mjög sérstaka beiðni: Að taka ljósmynd af ákveðnum staur við bæinn Strönd og koma þeim myndum til nemanda í Listaháskólanum - helst í gær - a.m.k. ekki seinna en í kvöld. Hann var búinn að taka myndina en vantaði aðstoð við að koma henni á tölvutækt form og senda hana síðan í tölvupósti til viðtakandans. Ég sá að þetta yrði bara vesen, þannig að ég sendi hann bara til baka með digital-vélina mína, sagði honum að taka myndina aftur og núna er hann í þeim leiðangri. Við komum myndinni suður innan stundar - ekki málið !
Vona samt að þetta sé ekki bara í tilefni dagsins !
Leiðinlega atvik dagsins var hins vegar þegar ég skaust í hraðbanka um fimmleytið til að taka út peninga fyrir aðgöngumiðum á leiksýningu kvöldsins: "Afi pissar" eða "Félagsráðgjafi kemst í feitt í beinni". Hraðbankinn át kortið mitt - það var útrunnið - sögðu skilaboðin, og engin leið að verða sér úti um reiðufé öðruvísi, þar sem bankar loka jú löngu áður en allt venjulegt fólk er búið að vinna. Þess vegna mæti ég í kvöld með hlunkasafn heimilisins og kaupi miðana fyrir þá peninga. Verð örugglega ekki vinsæl, en hvah, það er ekki úr háum söðli að detta.
Skemmtilega atvik dagsins hjá mér gerðist rétt áðan, þar sem ég var í leti heima hjá mér að lesa blað. Í mig hringdi maður sem hafði fengið mjög sérstaka beiðni: Að taka ljósmynd af ákveðnum staur við bæinn Strönd og koma þeim myndum til nemanda í Listaháskólanum - helst í gær - a.m.k. ekki seinna en í kvöld. Hann var búinn að taka myndina en vantaði aðstoð við að koma henni á tölvutækt form og senda hana síðan í tölvupósti til viðtakandans. Ég sá að þetta yrði bara vesen, þannig að ég sendi hann bara til baka með digital-vélina mína, sagði honum að taka myndina aftur og núna er hann í þeim leiðangri. Við komum myndinni suður innan stundar - ekki málið !
Vona samt að þetta sé ekki bara í tilefni dagsins !
Leiðinlega atvik dagsins var hins vegar þegar ég skaust í hraðbanka um fimmleytið til að taka út peninga fyrir aðgöngumiðum á leiksýningu kvöldsins: "Afi pissar" eða "Félagsráðgjafi kemst í feitt í beinni". Hraðbankinn át kortið mitt - það var útrunnið - sögðu skilaboðin, og engin leið að verða sér úti um reiðufé öðruvísi, þar sem bankar loka jú löngu áður en allt venjulegt fólk er búið að vinna. Þess vegna mæti ég í kvöld með hlunkasafn heimilisins og kaupi miðana fyrir þá peninga. Verð örugglega ekki vinsæl, en hvah, það er ekki úr háum söðli að detta.