<$BlogRSDURL$>

apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn !

Gestur nr. 10000 kvittaði ekki fyrir komu sinni og verður því af verðlaununum.

Móðir mín á afmæli í dag og meiningin að renna í kaffi á Kirkjumelinn síðdegis. Veit svo sem ekki hvort hún verður heima, en það kemur bara í ljós. Það er einhvern veginn þannig að sumardagurinn fyrsti og afmæli mömmu eru óaðskiljanleg í mínum huga - mér finnst hún eiginlega eiga afmæli sumardaginn fyrsta, sama upp á hvaða dag hann ber.

Frumburðurinn fór snemma á fætur í morgun, þrátt fyrir fríið - eða kannski þess vegna - og lagði keikur af stað í ferðalag sitt út í bláinn. Hef grun um að "bláinn" sé á Akureyri eða Dalvík, en það kemur í ljós síðar.

Björninn og unnusta hans, Eyjastúlkan, eru bæði búin að ráða sig í vinnu hér fyrir austan í sumar, hann hjá stóru verktakafyrirtæki, hún á hóteli. Reikna með að þau búi hérna hjá okkur, enda veitir þeim ekki af að safna í sjóð til vetrarins. Það er því fjölmennt og fjörugt sumar framundan. Vonandi líka sólríkt og hlýtt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?