apríl 05, 2004
Landsvirkjun gerði samning við ítalskt fyrirtæki um framkvæmdir við virkjun á hálendinu. Ítalska fyrirtækið er ekki að standa sig sem skyldi, eða kannski er Landsvirkjun bara ekki að passa nógu vel upp á að ítalska fyrirtækið virði samninga sem í gildi eru.
Hvað gerist ?
Jú, stjórnarformaður Landsvirkjunar kennir náttúruverndarsinnum opinberlega um og sakar landann að auki um kynþáttafordóma.
Og svo ?
Náttúruverndarsamtökin mótmæla með rökum.
Og svo ?
Verkalýðsforystan hefur líka skoðun á málinu - ekki skrítið eftir að hafa fengið á sig dylgjur um kynþáttafordóma.
Nú, og hvað ?
Stjórnarformaðurinn dregur orð sín til baka - biður samt engan afsökunar - þarf þess sjálfsagt ekki, hann er hærra settur en svo.
Er þá ekki allt í góðu ?
Stjórnarformaðurinn segir aðspurður í fjölmiðlum að hann hafi eingöngu dregið orð sín til baka af því þau voru sögð á óheppilegum tíma, ekki vegna þess að þau hafi ekki átt við rök að styðjast !!
Get ég þá sagt allt sem mér dettur í hug, bara ef ég segi "úps, sorry, em ég meina það, sko" á eftir !
Neibb, þú ert ekki stjórnarformaður Landsvirkjunar !!
Hvað gerist ?
Jú, stjórnarformaður Landsvirkjunar kennir náttúruverndarsinnum opinberlega um og sakar landann að auki um kynþáttafordóma.
Og svo ?
Náttúruverndarsamtökin mótmæla með rökum.
Og svo ?
Verkalýðsforystan hefur líka skoðun á málinu - ekki skrítið eftir að hafa fengið á sig dylgjur um kynþáttafordóma.
Nú, og hvað ?
Stjórnarformaðurinn dregur orð sín til baka - biður samt engan afsökunar - þarf þess sjálfsagt ekki, hann er hærra settur en svo.
Er þá ekki allt í góðu ?
Stjórnarformaðurinn segir aðspurður í fjölmiðlum að hann hafi eingöngu dregið orð sín til baka af því þau voru sögð á óheppilegum tíma, ekki vegna þess að þau hafi ekki átt við rök að styðjast !!
Get ég þá sagt allt sem mér dettur í hug, bara ef ég segi "úps, sorry, em ég meina það, sko" á eftir !
Neibb, þú ert ekki stjórnarformaður Landsvirkjunar !!