<$BlogRSDURL$>

apríl 23, 2004

Norðfjarðarferðin var söguleg. Það sprakk dekk á Fagradalnum og við þurftum að keyra á varadekkinu fram og til baka, hámarkshraði 80 km. Ekkert skemmtilegt.
En það var gaman á Kirkjumelnum, allt fullt af fólki á ýmsum aldri - kaffi og kökur - spjall og skemmtilegheit. Börnin settu upp leikþátt - auðvitað frumsaminn - sungu og sýndu listir sínar. Yngsta daman, langömmubarn foreldra minna, var of lítil til að leika alvöru hlutverk, og tilraunir til að láta hana leika hlut í hillu (eða bara súkkulaði) , fóru út um þúfur þar sem hlutir færast ekki úr stað af sjálfsdáðum.

Bóndinn fór í morgun norður í land að kenna norðlenskum skógarbændum að grisja og hirða um skóga sína. Ég verð því alein í kotinu þar til seint annað kvöld.

Sit annars í vinnunni við að forrita í Visual Basic - bara nokkuð skemmtilegt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?