apríl 20, 2004
Það rignir - hellirignir - og það er rok líka. Ég held ég drífi mig heim og undir sæng um leið og ég er búin að vinna.
Búið að aflýsa/fresta námskeiðinu á Hornafirði, vegna ónógrar þátttöku og veikindaforfalla - fegin er ég. Held ég hefði varla meikað að keyra á Höfn, kenna 4 tíma og keyra síðan heim aftur. Ég fæ hóstakast ef ég reyni að segja nokkur orð, hvað þá að tala í marga klukkutíma.
Við vinnufélagarnir ætlum að taka þátt í spurningakeppni fyrirtækja sem haldin verður hér á svæðinu á næstunni. Ég er búin að lýsa því yfir að þar sem ég hafi samið spurningarnar fyrir tvær síðustu keppnir, sé búið að spyrja um allt sem ég veit og því sé ég vonlaus keppandi.
Er samt næstum viss um að verða skipuð í liðið.
Búið að aflýsa/fresta námskeiðinu á Hornafirði, vegna ónógrar þátttöku og veikindaforfalla - fegin er ég. Held ég hefði varla meikað að keyra á Höfn, kenna 4 tíma og keyra síðan heim aftur. Ég fæ hóstakast ef ég reyni að segja nokkur orð, hvað þá að tala í marga klukkutíma.
Við vinnufélagarnir ætlum að taka þátt í spurningakeppni fyrirtækja sem haldin verður hér á svæðinu á næstunni. Ég er búin að lýsa því yfir að þar sem ég hafi samið spurningarnar fyrir tvær síðustu keppnir, sé búið að spyrja um allt sem ég veit og því sé ég vonlaus keppandi.
Er samt næstum viss um að verða skipuð í liðið.