apríl 09, 2004
Skírdagur liðinn og ekki hefur mikið verið afrekað í dag. Bóndinn veikur, frumburðurinn latur, björninn fór á fjöll með nokkrum félögum sínum og ég gerði svo sem ekki neitt. Mágur minn kom í morgun færandi hendi - frystikistan hálffull af kjúklingum - ekki slæmt það.
Veðrið breyttist snarlega er leið á daginn - hitinn lækkaði um einhverjar 10 gráður og lognið fór á fleygiferð. Undir kvöld var svo farið að snjóa - það passar - ég ætlaði á Norðfjörð á morgun.
Var að horfa á Mickey Blue Eyes í sjónvarpinu - þó nokkrir leikarar þar sem leika líka í Sopranos. Við frumburðuinn fórum að karpa um hvor hafi verið að herma eftir hinum. Og eftir að hafa leitað upplýsinga á netinu komst ég að því að sennilega hefur myndin verið tekin um svipað leyti og fyrstu þættirnir, en myndin var frumsýnd a.m.k. hálfu ári á eftir fyrstu seríunni af Sopranos. Þannig að við vitum ekki enn hvort kom á undan - en þið ?
Veðrið breyttist snarlega er leið á daginn - hitinn lækkaði um einhverjar 10 gráður og lognið fór á fleygiferð. Undir kvöld var svo farið að snjóa - það passar - ég ætlaði á Norðfjörð á morgun.
Var að horfa á Mickey Blue Eyes í sjónvarpinu - þó nokkrir leikarar þar sem leika líka í Sopranos. Við frumburðuinn fórum að karpa um hvor hafi verið að herma eftir hinum. Og eftir að hafa leitað upplýsinga á netinu komst ég að því að sennilega hefur myndin verið tekin um svipað leyti og fyrstu þættirnir, en myndin var frumsýnd a.m.k. hálfu ári á eftir fyrstu seríunni af Sopranos. Þannig að við vitum ekki enn hvort kom á undan - en þið ?