apríl 25, 2004
Að vera eða ekki vera -- blogger
Ég er að átta mig á því að þessi skrif hér eru hin mesta vitleysa. Ég skrifa um hitt og þetta sem á dagana drífur, hinir og þessir lesa, fjölskyldan, vinir, kunningjar, og fólk sem ég þekki ekki baun. Það er í sjálfu sér allt í lagi, það sem er neikvætt er að þeir sem áður hringdu til að spjalla, nú eða kíktu í kaffi, kíkja núna á bloggið mitt og sjá hvað ég hef haft fyrir stafni.
Þetta fólk skilur yfirleitt ekki eftir nein skilaboð, þannig að ég fæ engar fréttir á móti. Niðurstaðan er sú að allir vita allt um mig en ég veit ekkert um hina, nema þessa örfáu sem blogga.
Hvað er til ráða ?
a) skrifa alfarið um eitthvað sem ekki er persónulegs eðlis
b) loka þessari síðu og búa til nýja undir dulnefni og fara að blogga "anonymus"
c) hætta að blogga
Maður spyr sig !
Þetta fólk skilur yfirleitt ekki eftir nein skilaboð, þannig að ég fæ engar fréttir á móti. Niðurstaðan er sú að allir vita allt um mig en ég veit ekkert um hina, nema þessa örfáu sem blogga.
Hvað er til ráða ?
a) skrifa alfarið um eitthvað sem ekki er persónulegs eðlis
b) loka þessari síðu og búa til nýja undir dulnefni og fara að blogga "anonymus"
c) hætta að blogga
Maður spyr sig !