Vorvindurinn
ýtir föðurlega
við trjánum.
Bráðum kemur vorið !
Þrestirnir
syngja hástöfum,
skortir alla tillitssemi
við sofandi skóg.
Svona, vaknið, vorið er komið !
Björkin
vaggar sér í vindinum,
ypptir greinum.
Veit sem er að ekkert liggur á.
Andvökunætur eru ekki alslæmar - svona á vorin.
sagði Tóta : 11:29