maí 17, 2004
Af bóndanum....
er það að frétta að hann getur ekki notað símann sinn í USA, en hringdi áðan úr lánssíma. Var þá staddur á flugvellinum í Boston í heimsins lengstu biðröð (á mælikvarða sveitamannsins) til að komast í San Francisco-flugið. Fegin er ég að hafa ekki farið með - mér finnst svo leiðinlegt að standa í biðröð ! (Lesist: "Þau eru súr," sagði refurinn !)