<$BlogRSDURL$>

maí 14, 2004

Brúðkaup og afmæli 

Ég skil núna af hverju Ólafur Ragnar hætti við að mæta í brúðkaupið hjá Danaprinsi. Hann á afmæli í dag og það er þekkt fyrirbrigði að sumum er illa við að aðrir atburðir skyggi á afmælisdag þeirra. Ef þeir eiga afmæli er það aðalatriðið !

Fjölmiðlafrumvarpið hefur aldeilis tekið sinn tíma umræðunni undanfarið. Ég hef ekki kynnt mér fjölmiðlafrumvarpið neitt sérstaklega, en held samt að reglur um rekstur og eignarhald geti verið nauðsynlegar. Hins vegar finnst mér aðferðin núna heldur klén, svo ekki sé tekið dýpra í árinni.

Ég sakna meiri umfjöllunar um embættisfærslur Björns Bjarnasonar !

Ég sakna líka meiri umræðu um þá staðreynd að ríkisstjórn þessa lands hefur gert okkur samsek um pyntingar, brot á Genfarsáttmálanum og fleira miður geðslegt. Alþingi fékk ekki að segja sitt álit á þeirri ákvörðun og því tel ég að þeir sem hana tóku verði að segja af sér !

Ég vil að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar segi af sér vegna þessara mála !


This page is powered by Blogger. Isn't yours?