maí 09, 2004
Það er allt að gerast....
hérna á Héraðinu.
Í gær var verið að opna nýju verslunarmiðstöðina og þar var verið að kynna úrslit í samkeppni um miðbæjarskipulag á Egilsstöðum. Menn eru nefnilega að átta sig á því að á stað eins og Egilsstöðum, dugir ekki að vera með fyrirtækin í holum, afkimum og bílskúrum út um allan bæ. Það verður að koma upp einhvers konar miðbæ, þar sem þjónustan er sýnileg öllum, kunnugum og ókunnugum. Ég veit ekki hve oft ég hef lent í að útskýra fyrir ferðamönnum hvar einhverja þjónustu er að finna í þessum litla bæ.
Ótrúlega flóknar útskýringar oft. Vonandi bera menn gæfu til að nýta það besta úr þessum tillögum og koma því í verk.
Og hér rétt hjá eru verktakar að breyta litla göngustígnum, sem við höfum kallað Sissustíg, Stefaníustíg eða jafnvel StefaníuBoulevard (í einhverju mikilmennskukast ónefnds aðila) í íbúðagötu sem heitir á skipulaginu Réttarkambur.
Þannig að þeir sem eiga þá ósk heitasta að eignast hús í Hallormsstaðaskógi - núna er tækifærið að fá lóð og byrja að byggja !
Í gær var verið að opna nýju verslunarmiðstöðina og þar var verið að kynna úrslit í samkeppni um miðbæjarskipulag á Egilsstöðum. Menn eru nefnilega að átta sig á því að á stað eins og Egilsstöðum, dugir ekki að vera með fyrirtækin í holum, afkimum og bílskúrum út um allan bæ. Það verður að koma upp einhvers konar miðbæ, þar sem þjónustan er sýnileg öllum, kunnugum og ókunnugum. Ég veit ekki hve oft ég hef lent í að útskýra fyrir ferðamönnum hvar einhverja þjónustu er að finna í þessum litla bæ.
Ótrúlega flóknar útskýringar oft. Vonandi bera menn gæfu til að nýta það besta úr þessum tillögum og koma því í verk.
Og hér rétt hjá eru verktakar að breyta litla göngustígnum, sem við höfum kallað Sissustíg, Stefaníustíg eða jafnvel StefaníuBoulevard (í einhverju mikilmennskukast ónefnds aðila) í íbúðagötu sem heitir á skipulaginu Réttarkambur.
Þannig að þeir sem eiga þá ósk heitasta að eignast hús í Hallormsstaðaskógi - núna er tækifærið að fá lóð og byrja að byggja !