maí 29, 2004
Þá er kominn laugardagur...
og blíðan sem kvaldi mig í síðustu viku, þar sem ég sat inni í minni vinnu, er horfin. Komin austanátt, skýjað og frekar kalt.
Synirnir brunuðu af stað til Reykjavíkur í morgun - tilgangur ferðarinnar að fara á tónleika með KORN annað kvöld.
Bóndinn er að vinna, setja upp grind að listaverki út á Eiðum vegna sýningarinnar Fantasy Island. Sýningin er hluti af Listahátíð og verður hér í skóginum og úti á Eiðum í sumar. Forsýning hugmynda verður opnuð á Skriðuklaustri í dag. Þangað ætlum við að fara. Önnur plön eru ekki í gangi um helgina, nema kannski að slaka á heima hjá okkur.
Ég hef verið að fikra mig áfram með forláta linsur á myndavélina sem bóndinn keypti í Amríkunni. Fyrirsæturnar eru margar og ólíkar, s.s. ungar, nýskriðnir úr eggjum, hunangsflugur að næra sig á blátoppsblómum, brum á blágreni og ýmislegt fleira. Erfiðastar voru hunangsflugurnar. Þær gerðu sér enga grein fyrir að þær hefðu átt að sitja kyrrar svo ég næði sæmilegum myndum af þeim. Set kannski inn sýnishorn af þessum tilraunum mínum síðar.
Synirnir brunuðu af stað til Reykjavíkur í morgun - tilgangur ferðarinnar að fara á tónleika með KORN annað kvöld.
Bóndinn er að vinna, setja upp grind að listaverki út á Eiðum vegna sýningarinnar Fantasy Island. Sýningin er hluti af Listahátíð og verður hér í skóginum og úti á Eiðum í sumar. Forsýning hugmynda verður opnuð á Skriðuklaustri í dag. Þangað ætlum við að fara. Önnur plön eru ekki í gangi um helgina, nema kannski að slaka á heima hjá okkur.
Ég hef verið að fikra mig áfram með forláta linsur á myndavélina sem bóndinn keypti í Amríkunni. Fyrirsæturnar eru margar og ólíkar, s.s. ungar, nýskriðnir úr eggjum, hunangsflugur að næra sig á blátoppsblómum, brum á blágreni og ýmislegt fleira. Erfiðastar voru hunangsflugurnar. Þær gerðu sér enga grein fyrir að þær hefðu átt að sitja kyrrar svo ég næði sæmilegum myndum af þeim. Set kannski inn sýnishorn af þessum tilraunum mínum síðar.