maí 22, 2004
Erfiðar ákvarðanir
Ég er að reyna að taka ákvörðun um hvað ég á að taka mér fyrir hendur í dag. Það er nærri 20 stiga hiti, sólskin en dálítið hvasst, svo ég ætla ekki að vera inni að taka til. Gæti komið til greina að þvo bílinn, ekki síst vegna þess að það er búið að hreinsa moldarhrúgurnar eftir verktakana af götunni. Gæti einnig komið til greina að þvo þvott, þar sem brakandi þurrkur er úti. Óþarflega hvasst til að fara upp í fjall, en allt í lagi með skógargöngu. Alltaf skjól í skóginum !
Þetta er allt of erfitt - fer bara út á pall og hugsa málið ..........
Þetta er allt of erfitt - fer bara út á pall og hugsa málið ..........