<$BlogRSDURL$>

maí 15, 2004

Ferðaundirbúningur og Eurovision 

Þá er Eurovisiondagurinn runninn upp og bendir allt til að ég sitji ein heima og horfi á keppnina. Bóndinn er að fara til Sacramento í Kaliforníu á nokkurra daga ráðstefnu og þarf að fljúga suður í dag, því þrátt fyrir margar flugferðir á dag milli Egilsstaða og Reykjavíkur er fyrsta vél á sunnudögum ekki fyrr en um hádegi og það er óþægilega stuttur tími til að vera að fara í loftið frá Keflavík um hálffimm.
Frumburðurinn ætlar í partý hjá vinnufélaga sínum, eftir því sem mér skilst.
Nanna var að segja mér að ég sé óhæf til að leggja orð í belg um fjölmiðlafrumvarpið og segir mér að ég sé vanhæf vegna þess að eiginmaður vinkonu minnar er hátt settur í Norðurljósum. Ég verð að játa að ég versla líka stundum í Bónus. Og frændi minn vinnur hjá Baugi.
Ég er hins vegar ekki með Stöð 2, les aldrei DV og Fréttablaðið sjaldan - aðallega vegna þeirrar reynslu minnar að fæst af því sem í þessum blöðum stendur, er áhugavert, margt afbakaður sannleikur og enn annað hrein og klár lýgi.
Ég er þeirrar skoðunar að ÓRG ætti að neita að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið, ef það verður að lögum, þó ekki væri nema til að láta reyna á málskotsrétt forseta.
Kjörið tækifæri, forsetakosningar framundan, þannig að kostnaðurinn yrði hverfandi, lögspekingar yrðu að koma sér saman um hvernig túlka beri þetta ákvæði stjórnarskrárinnar og setja jafnvel lög sem skilgreina þetta ferli nánar.
En - aftur að deginum - ef einhvern vantar félagsskap í Eurovision-gláp ..................

This page is powered by Blogger. Isn't yours?