maí 07, 2004
Ég var að eignast lítinn frænda !
Ó já, loksins er strákurinn kominn í heiminn - öll stórfjölskyldan búin að bíða í ofvæni í hálfan mánuð !
Steini, stóri bróðir orðinn afi og getur nú borið sinn gráa haus hátt og verður efalaust algjör draumaafi. A.m.k. þótti birninum mínum ekki ónýtt að vera hjá Steina frænda sem lítill pjakkur og Steini hefur einkarétt á gælunafninu "Bibbi". Enginn annar fær að nota það á björninn. Og langafinn segir fréttirnar fyrstur á netinu !
Til hamingju öll !
Steini, stóri bróðir orðinn afi og getur nú borið sinn gráa haus hátt og verður efalaust algjör draumaafi. A.m.k. þótti birninum mínum ekki ónýtt að vera hjá Steina frænda sem lítill pjakkur og Steini hefur einkarétt á gælunafninu "Bibbi". Enginn annar fær að nota það á björninn. Og langafinn segir fréttirnar fyrstur á netinu !
Til hamingju öll !