<$BlogRSDURL$>

maí 16, 2004

Helgin að verða búin ! 

Þá er þessi helgi að verða búin. Ótrúlega stuttar þessar helgar. Ég keyrði bóndann á flugvöllinn síðdegis í gær og fór síðan heim að horfa á söngvakeppnina í sjónvarpinu. Var búin að reikna með að vera ein við þá iðju en fékk svo ágætis félagsskap, frumburðinn og frænda hans Mjallhvítarson.
Vaknaði við fuglasöng í morgun og dreif mig á fætur. Veðrið var svo gott. Byrjaði á að hita mér gott kaffi og færa nágrannakonu minni bolla út í garð. Sátum í sólskini og hita með kaffið - það er komið vor - ég fann það í morgun.
Í hádeginu ákvað ég að fara í "hálftímagöngu", en þá stilli ég símann minn á að hringja eftir hálftíma, tek stefnuna eitthvað út í skóg og stoppa ekki fyrr en síminn hringir. Þá á ég eftir að koma mér heim aftur og stundum tekur það lengri tíma. Og í dag var ég næstum tvo tíma á skógarflakki, kom heim með nokkra fallega steina, blaut í fæturna eftir að hafa lent út í Staðaránni, en alveg endurnærð á sál og líkama. Var búin að hugsa mér að skreppa á Norðfjörð, en þar sem skógargangsn tók lengri tíma en til stóð, ákvað ég að fresta þeirri för og fara frekar á sýningu og kaffisölu í Hússtjórnarskólanum. Og sé ekkert eftir því.

Bóndinn er þessa stundina að leggja af stað til Boston og flýgur á morgun áfram til San Francisco og fer þaðan landleiðina til Sacramento.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?