maí 01, 2004
Ljósmyndir Björns Björnssonar
Þeir sem þekkja til á Norðfirði - eða kannski þekktu til þar á síðustu öld - kannast við Bjössa á Bakka og verslunina hans, þar sem allt mögulegt var selt yfir búðarborðið, hveiti, gúmmístígvel og plastskálar í sömu hillunni.
En Björn Björnsson eldri (á Bakka) var líka ljósmyndari og nú nýverið hafa afkomendur/ættingjar hans opnað heimasíðu þar sem hægt er að skoða hluta af myndasafni hans. Ég varð stórhrifin - en kannski er ástæðan bara sú að gamlar minningar skutu upp kollinum. En ég hvet ykkur til að skoða þessar myndir og hafa í hug hvers konar tæki menn voru með í höndunum á þessum árum og gátu samt náð svona myndum.
En Björn Björnsson eldri (á Bakka) var líka ljósmyndari og nú nýverið hafa afkomendur/ættingjar hans opnað heimasíðu þar sem hægt er að skoða hluta af myndasafni hans. Ég varð stórhrifin - en kannski er ástæðan bara sú að gamlar minningar skutu upp kollinum. En ég hvet ykkur til að skoða þessar myndir og hafa í hug hvers konar tæki menn voru með í höndunum á þessum árum og gátu samt náð svona myndum.