<$BlogRSDURL$>

maí 12, 2004

Meira af fuglum 

Í skóginum þar sem ég bý er mikið fuglalíf. Hrossagaukurinn er sá sem hvað mest er áberandi á þessum tíma. Snemma á morgnana stillir hann sé upp fyrir neðan svefnherbergisgluggann hjá mér og hefur upp raust sína, kvakar hátt og snjallt. Fyrst á vorin hrekkur maður upp með andfælum og verður arfafúll út í greyið, en svo venst maður hljóðunum og þau trufla mann ekki neitt. Svo fer maður að sakna hans þeagr kemur fram á haustið.

Í kuldakastinu núna um daginn voru þónokkrir hrossagaukar sem héldu til undir húsveggnum hjá mér og vinsælasti staðurinn var þar sem skólplögnin liggur, sennilega einhver ylur þar. Skemmtilegur fugl hrossagaukurinn og mér finnst að Írar og fleiri Evrópubúar ættu að skammast sín fyrir að skjóta og éta þessi grey.

Svei attan !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?