<$BlogRSDURL$>

maí 18, 2004

Mér er líka boðið í ammæli......  

ligga ligga lá.

Systurdóttir mín, hún Sigurlaug, kom við í eigin persónu í dag, gagngert til að bjóða frænku sinni í afmælið sitt á fimmtudaginn. Hún verður sex ára, og það verður veisla. Ég var að reyna að fiska upp úr henni hvað hana langaði í í afmælisgjöf og eftir smá tos, kom það: Hjólabretti !! Og móðirin sagði - NEI !
Ég hélt að svarið yrði eitthvað svona Barbie, en var ánægð að heyra hvert hugurinn stefnir. Ég reyndi nefnilega hvað ég gat á mínum bernskuárum að hafa gaman af brúðum, eins og stelpur eiga víst að gera. En ég hafði bara aldrei neitt gaman af þeim. Bækur, skautar og reiðhjól voru mínar óskir.
Klisjan um að brúðuleikirnir séu æfing fyrir móðurhlutverkið - ég blæs á það ! Ég hef ekki verið neitt síðri móðir þó ég hafi aldrei þolað brúður. Og nú mega þeir sem vilja og þora mótmæla !


This page is powered by Blogger. Isn't yours?