<$BlogRSDURL$>

maí 20, 2004

Mér finnst endilega vera sunnudagur. 

En svo er bara einn vinnudagur og síðan aftur helgi. Þetta ætti reyndar að vera svona oftar.

Björninn minn kom heim í gær og ég og synir mínir tókum til við skipulagsbreytingar. Einu rúmi var fleygt, annað flutt milli herbergja og sófi borinn út á pall og síðan inn í herbergi. Mikið djöfull er gott að eiga öfluga syni í svona tilfellum.

Við Björninn skruppum svo á Norðfjörð í afmæli Sigurlaugar. Komum aðeins við hjá Einari bróður mínum. Þar voru tvær frænkur mínar, 7 og 9 ára að gera tilraunir með að brenna göt á moggann með stækkunargleri. Þær fengu Björninn til að hjálpa sér og komu síðan inn alsælar með brunagötóttan Moggann. Tilraunin hafði sem sagt tekist. Á heimleiðinni sagði Björninn mér svo kímileitur frá aðförunum. Dregið hafði fyrir sólu rétt þegar var að byrja að rjúka og stefndi í óefni. Þá hafði sú yngri sagst kunna ráð og byrjað að syngja: "Sól, sól, skín á mig !" Og viti menn ! Sólin kom aftur fram undan skýjunum og götunin hófst. Þá sagði sú stutta (nafna mín): "Þetta virkar alltaf. Ef mig langar í sólskin, fer ég bara út á svalir og syng þetta lag, þangað til sólin fer að skína !"
Rammgöldrótt stelpan!

Bóndinn hringdi rétt sem snöggvast frá Sacramento, allt í góðu gengi þar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?