<$BlogRSDURL$>

maí 03, 2004

Samband við Loft .... 

Kona nokkur, Lára að nafni, hefur verið að lýsa á bloggsíðu sinni aðdragandanum að því að hún hætti að reykja, í beinni, eða þannig. Ég hef kíkt á þetta nokkrum sinnum og kannast við ansi margt í þessu ferli, en ég hafði bara ekki svona gott lag á að lýsa þessu.
Ég tek það fram að ég þekki konuna ekki neitt !
Núna síðast er Lára þessi að tala um samband sitt við Loft.
Þá datt mér í hug vísukorn sem byrjar svona:

Hún þurfti loft og þráði loft,
þunga af lofti bar hún.

hvernig framhaldið hljómar man ég ekki alveg, en "loft" kom einum þrisvar sinnum enn fyrir í vísunni.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?