maí 23, 2004
Sunnudagur
Synir mínir fóru á dansleik í gærkvöldi og ég sat því ein heima. Horfði á sjónvarpið og setti svo "Sleepless in Seattle" í DVD-spilarann og sofnaði. Ótrúlega svæfandi þessi mynd.
Dagurinn í dag fór svo í ýmislegt smálegt. Nágrannakonan kom og heimtaði kaffi, bóndinn hringdi af flugvellinum í San Francisco, er á heimleið - blessaður.
Skrapp í Sólskóga til Kötu og keypti mér tvær rósir í garðinn minn, Þyrnirós frá Kanada og norska Husdalsrós. Gróðursetti þær í beðið fyrir neðan húsið og hlakka til að sjá hvernig þeim reiðir af. Ég setti eina rós þarna í fyrra og hún virðist vera komin vel af stað. Hún heitir May Gold og ber rosalega falleg gul, fyllt blóm, eða gerði það a.m.k. í fyrra.
Og svo fór ég í smágöngu í skóginum. Birkið er að springa út og skógurinn verður orðinn algrænn eftir örfáa daga.
Dagurinn í dag fór svo í ýmislegt smálegt. Nágrannakonan kom og heimtaði kaffi, bóndinn hringdi af flugvellinum í San Francisco, er á heimleið - blessaður.
Skrapp í Sólskóga til Kötu og keypti mér tvær rósir í garðinn minn, Þyrnirós frá Kanada og norska Husdalsrós. Gróðursetti þær í beðið fyrir neðan húsið og hlakka til að sjá hvernig þeim reiðir af. Ég setti eina rós þarna í fyrra og hún virðist vera komin vel af stað. Hún heitir May Gold og ber rosalega falleg gul, fyllt blóm, eða gerði það a.m.k. í fyrra.
Og svo fór ég í smágöngu í skóginum. Birkið er að springa út og skógurinn verður orðinn algrænn eftir örfáa daga.