<$BlogRSDURL$>

júní 02, 2004

Af verktökum og Fljótdælingum 

Það var allt vatnslaust heima hjá mér þegar ég kom úr vinnunni í gær. Verktakarnir búnir að moka í sundur vatnsleiðsluna - kominn annar forljótur gámur í hlaðið hjá mér, í viðbót við hinn gáminn, valtarann, steypuflykkin og skólprörin sem þar eru í stöflum. Ég er að verða dálítið þreytt á þessu dæmi - finnst þetta ekki skemmtilegt.

Mjallhvít og bóndi hennar komu í kaffi til mín á mánudagskvöldið og sá ágæti smiður, sem Mjallhvítarbóndi er, fór að efast um að skólprörin væru nægilega stór fyrir sitt hlutverk. Hann orðaði það svo " að menn yrðu að skíta mjótt og skeina sig lítið", ef þessi rör ættu að duga. Orðatiltækið var haft eftir gömlum bónda í Fljótsdal, sem Þorfinnur hét og bjó á Kleif. Sá hinn sami og sagði, þegar hann missti kistu móður sinnar af vagni á leið til kirkjunnar, og horfði á eftir kistunni skoppa niður svellbunka langleiðina niður að Jökulsá: "Ja, þetta hefði nú mömmu þótt gaman ".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?