<$BlogRSDURL$>

júní 01, 2004

Eftir hvítasunnu.. 

Þessi helgi varð alveg ágæt. Opnun á forsýningu á Fantasy Island á Skriðuklaustri á laugardaginn. Fullt af góðu freyðivíni, snittum og skemmtilegu fólki. Bara gaman. Eldaði svo svona tilraunafiskrétt þegar ég kom heim.

2 lítil ýsuflök, skorin í bita
6-8 kartöflur
1 rauð paprika
nokkrir sveppir
10-12 sneiðar af blaðlauk
olía
1dl rjómi
1/2 dós paprikusmurostur
rifinn ostur
salt og pipar

Kartöflurnar skornar í ca 1 cm þykkar sneiðar og soðnar í litlu vatni í 5-7 mín.

Grænmeti skorið í bita og svissað á pönnu í 2-3 msk af olíu og síðan sett allt í eldfast mót.
Smurosturinn leystur upp í rjómanum, (á sömu pönnunni).
Fiskbitunum raðað yfir, kryddað með salti og pipar.
Kartöflusneiðunum raðað ofan á - aðeins saltað og piprað yfir.
Rjóma- og smurostsblöndunni hellt yfir og að lokum er rifna ostinum stráð yfir.
Inn í ofn í 30 mínútur við 200 gráður.

Brauð með og ekki spillir glas af kældu hvítvíni.

Fljótlegt og þægilegt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?