júní 21, 2004
Fjörið heldur áfram ....
Ég náði ekki almennilega að klára bloggfærsluna í gær, því í mig hringdi kona sem ég var búin að lofa að fara með í fjallgöngu. Því æxlaðist það þannig að ég var komin upp í fjall um hádegi í gær. Skemmtileg ganga á fallegan stað.
Ég fór síðan að brasa ýmislegt heima hjá mér, en settist niður inni í stofu og steinsofnaði í stólnum. Tíu mínútum seinna vaknaði ég við að bróðir minn var kominn í heimsókn með sína fjölskyldu. Við fórum með þeim að skoða sýninguna og síðan var kveikt upp í grillinu og matreidd dýrindis máltíð. Ekkert mál þegar allir hjálpast að.
Hefði eiginlega þurft að eiga frí í dag til að hvíla mig eftir helgina.
Ég fór síðan að brasa ýmislegt heima hjá mér, en settist niður inni í stofu og steinsofnaði í stólnum. Tíu mínútum seinna vaknaði ég við að bróðir minn var kominn í heimsókn með sína fjölskyldu. Við fórum með þeim að skoða sýninguna og síðan var kveikt upp í grillinu og matreidd dýrindis máltíð. Ekkert mál þegar allir hjálpast að.
Hefði eiginlega þurft að eiga frí í dag til að hvíla mig eftir helgina.