júní 25, 2004
Fyrir hvern ?
Björninn minn var í fríi í mest allan dag. Ég nefndi það við hann, þar sem hann datt inn á MSN, að fyrst hann væri heima væri sniðugt að setja í þvottavél. Hann tók vel í það og þegar ég kom heim var þvottavélin búin, bara eftir að hengja upp þvottinn. Hann tilkynnti mér svo að hann hefði sett í þvottavélina "fyrir mig" og vænti þess að fá prik fyrir. Ég hengdi síðan upp úr þvottavélinni og fann reyndar tvo sokka (m.a.s. samstæða) sem ég átti. Annað í vélinni var af hinum í fjölskyldunni. Samt var verið að þvo fyrir mig !