<$BlogRSDURL$>

júní 20, 2004

Nóg að gera ... 

Það er búið að vera svo margt að gera og skemmtilegt að ég hef ekki gefið mér tíma til að koma því áleiðis.
Föstudagurinn byrjaði ósköp venjulega, ég fór í vinnuna og var þar fram yfir hádegi. Þá birtist pabbi og ég ákvað að taka mér frí það sem eftir lifði dags og fara með honum í plöntuöflunarferð með útúrdúrum. Sem við svo gerðum.
Í gær var svo opnun á sýningunni Fantasy Island hér í skóginum og úti á Eiðum. Fullt af fólki kom á opnunina og þetta varð mjög skemmtilegt. Við fórum síðan á eina opnun enn, á Seyðisfirði, þar sem borðuðum kvöldmat með listamönnunum og öðrum þeim sem komið höfðu að undirbúningi sýningarinnar.
Héldum heim tiltölulega snemma, en ákváðum á leiðinni að fara í skógargöngu ásamt mæðgunum Kristínu og Sunnu.

Það er hvergi betra að vera en hér á Hallormstað, en samt er ég farin að hlakka til að komast í frí, sumarbústað suður á landi í viku, þar sem engar áætlanir eru gerðar fyrirfram og bara framkvæmt það sem okkur dettur í hug hverju sinni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?