<$BlogRSDURL$>

júní 07, 2004

Tónleikar og teiti 

Helgin varð skemmtileg, engin lognmolla þar. Björninn hringdi í mig síðdegis á föstudegi og sagðist vera búinn að bjóða Eyjastúlkunni og fjölskyldu hennar í mat. Það var græjað í hvelli og tókst ágætlega.
Á laugardaginn voru svo tónleikar Jóns Guðmundssonar í Egilsstaðakirkju, matur á Skriðuklaustri og teiti á Fjósakambi 8a í framhaldi af því. Allt saman alveg bráðskemmtilegt.
Tilhugsunin um að þessir ágætu vinir okkar séu að flytja burtu er hins vegar ekki eins skemmtileg.
Sunnudagurinn var rólegur framan af, var að dunda í garðinum, reyna að útrýma sigurskúf sem nágrannakona mín setti í garðinn hjá sér og er hið versta illgresi. Við ákváðum svo seinni partinn að skreppa út í Eiða að skoða framkvæmdir þar. Hittum á þeirri leið listakonu sem var að útbúa sitt verk á sýninguna Fantasy Island. Niðurstaðan af því spjalli varð sú að ég þarf að skreppa með henni upp í fjall og finna stein, til að byggja næsta verk hennar á.

Í kvöld bíður okkar svo matarboð með jarðvegsfræðingum úr ýmsum heimshornum.
Dreifbýlislegt ? Jahá !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?