júní 17, 2004
Ávarp fjallkonunnar
Gleðilega þjóðhátíð !
Í dag varð lýðveldið Ísland 60 ára og ég tók ekki þátt í neinum hátíðahöldum í tilefni dagsins.
Í gærkvöldi fór rafmagnið hér og var að fara og koma af og til í nótt, síðast milli 8 og 9 í morgun. Tölvudótið í skólanum og þar með mínar tengingar við umheiminn fóru í klessu, þannig að ég fór upp í skóla og setti í gang símkerfið, sló inn rafmagni, ræsti server og endurræsti tengibúnaðinn. Tók í þetta klukkutíma fyrir hádegið.
Eldaði góðan kvöldmat handa fjölskyldunni og þegar við höfðum lokið máltíð og vorum að horfa á seinni fótboltaleikinn á EM, heyrðist smellur og brothljóð í eldhúsinu. Í fyrstu sá ég ekkert, en svo fundum við björninn út hvað hafði skeð. Í uppþvottavélinni, sem ekki var í gangi, hafði glas hreinlega splundrast, án nokkurrar sjáanlegar ástæðu !
Ég hreinsaði glerbrotin úr vélinni og hafði nýlega lokið því og sest aftur inn í stofu þegar dyrabjöllunni var hringt. Þar var kominn gamall vinur minn, hann Geiri, sem ég hef ekki séð í ansi mörg ár.
Geiri var giftur vinkonu minni, sem lést úr bráðum sjúkdómi fyrir allmörgum árum. Hann kynntist fljótlega annarri konu og eignaðist með henni börn og nýtt heimili, og eins og gerist stundum, minnkuðu samskiptin niður í jólakort og stuttar kveðjur á afmælum og tímamótum.
Hvort glasið sem brotnaði í uppþvottavélinni tengist á einhvern hátt komu Geira, veit ég ekki, en ekki kæmi það mér á óvart. Skrýtnari hlutir hafa gerst.
Í dag varð lýðveldið Ísland 60 ára og ég tók ekki þátt í neinum hátíðahöldum í tilefni dagsins.
Í gærkvöldi fór rafmagnið hér og var að fara og koma af og til í nótt, síðast milli 8 og 9 í morgun. Tölvudótið í skólanum og þar með mínar tengingar við umheiminn fóru í klessu, þannig að ég fór upp í skóla og setti í gang símkerfið, sló inn rafmagni, ræsti server og endurræsti tengibúnaðinn. Tók í þetta klukkutíma fyrir hádegið.
Eldaði góðan kvöldmat handa fjölskyldunni og þegar við höfðum lokið máltíð og vorum að horfa á seinni fótboltaleikinn á EM, heyrðist smellur og brothljóð í eldhúsinu. Í fyrstu sá ég ekkert, en svo fundum við björninn út hvað hafði skeð. Í uppþvottavélinni, sem ekki var í gangi, hafði glas hreinlega splundrast, án nokkurrar sjáanlegar ástæðu !
Ég hreinsaði glerbrotin úr vélinni og hafði nýlega lokið því og sest aftur inn í stofu þegar dyrabjöllunni var hringt. Þar var kominn gamall vinur minn, hann Geiri, sem ég hef ekki séð í ansi mörg ár.
Geiri var giftur vinkonu minni, sem lést úr bráðum sjúkdómi fyrir allmörgum árum. Hann kynntist fljótlega annarri konu og eignaðist með henni börn og nýtt heimili, og eins og gerist stundum, minnkuðu samskiptin niður í jólakort og stuttar kveðjur á afmælum og tímamótum.
Hvort glasið sem brotnaði í uppþvottavélinni tengist á einhvern hátt komu Geira, veit ég ekki, en ekki kæmi það mér á óvart. Skrýtnari hlutir hafa gerst.