<$BlogRSDURL$>

júní 08, 2004

Veislan á Iðavöllum 

Jarðvegsfræðingar allra landa sameinist !
Þetta var yfirskriftin í gærkvöldi í áðurnefndri veislu, eða hefði a.m.k. átt að vera það. Ekki nóg með að þeir kæmu með vínföng frá öllum þessum 17 þjóðlöndum, heldur kom hver og einn með 2-3 mismunandi tegundir þannig að annað eins úrval hef ég ekki séð, hvorki hérlendis ná annars staðar. Svo átti að smakka eins margar tegundir og hægt var: japanskt vín í pappafernu, saki, belgískur bjór, rauðvín og hvítvín frá hinum ýmsu stöðum, masala frá Sikiley og fleira og fleira.
Það besta sem ég smakkaði var rauðvín frá Sardiníu, Cellabocho. Ítalinn sem sat við hliðina á mér var alveg sammála mér um það, hann talaði litla ensku en svona bara skilur maður.

Maturinn var frábær, fiskréttahlaðborð, grillaður skötuselur og humar, sjávarréttarisottó, gellur og rauðspretturúllur. Allt útfært á sérstaklega gómsætan máta, enda varð lítið um afganga.

Skemmtiatriðin áttu að vera frá hverju landi fyrir sig, en sameiningar þjóða áttu sér stað þarna alveg fyrirhafnarlaust.

Vonandi verður sameining sveitarfélaga hér á Héraði eins auðveld, en um það á að kjósa um leið og forsetakosningarnar verða.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?