júlí 25, 2004
Bílastæðið tilbúið !
Þá erum við loksins farin að leggja bílunum okkar á margumrætt bílaplan. Það var gert við hátíðlega athöfn í kvöld. Auðvitað var það skjalfest og ljósmyndað eins og annað sem þessari tilraun tengist. Bendi ykkur á vefinn www.hallormsstadur.is þar sem er að finna tengingu inn á síðuna, þar sem verkinu eru gerð skil.
Ég er farin að geta borðað sitjandi, en ekkert yrði af neinni tölvuvinnu af minni hálfu ef ég hefði ekki mína ágætu fartölvu. Bakið er að lagast, en sennilega rétt að vera ekkert að reyna of mikið á það svona fyrst um sinn.
Ég er farin að geta borðað sitjandi, en ekkert yrði af neinni tölvuvinnu af minni hálfu ef ég hefði ekki mína ágætu fartölvu. Bakið er að lagast, en sennilega rétt að vera ekkert að reyna of mikið á það svona fyrst um sinn.